Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 16. maí 2024 11:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Kalli: Væri ekki hérna ef ekki væri fyrir tækifærið hjá KSÍ
Þakklátur fyrir tímann hjá landsliðinu
Icelandair
Var í gær tilkynntur sem þjálfari AB.
Var í gær tilkynntur sem þjálfari AB.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Åge Hareide og Jói Kalli.
Åge Hareide og Jói Kalli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mig langar að ná eins langt og ég get sem þjálfari'
'Mig langar að ná eins langt og ég get sem þjálfari'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson var aðstoðarþjalfari karlalandsliðsins í rúm tvö ár. Hann var ráðinn í starfið snemma árs 2022 og starfaði fyrsta rúma árið með Arnari Þór Viðarssyni. Arnar var látinn fara í apríl 2023 og í kjölfarið var Age Hareide ráðinn. Hareide ákvað að Jói yrði áfram aðstoðarþjálfari og unnu þeir saman allt þar til í þessari viku.

Í gær var tilkynnt að Jói væri hættur sem aðstoðarþjálfari og á sama tíma var gefið út að hann væri tekinn við sem þjálfari AB í Danmörku.

„Eftir að það var orðið opinbert að maður sé búinn að kveðja þá hef ég fengið tíma til að horfa aðeins til baka og ég get ekki sagt neitt annað en að ég sé þakklátur fyrir þennan tíma ég fékk sem aðstoðarþjálfari hjá landsliðinu. Ég er búinn að fá að kynnast fullt af frábæru og faglegu fólki, búinn að fá að vinna með mjög hæfum þjálfurum í Arnari og Åge. Tengingin við yngri landsliðsþjálfarana var líka mjög góð," sagði Jói Kalli.

„Ég hugsa að ég væri ekki í þessum sporum; að fá þetta tækifæri til að taka við við því sem mér finnst svona spennandi verkefni úti í Danmörku nema af því ég fékk þetta tækifæri til að þróa mig sjálfur sem þjálfari innan KSÍ. Það er rosaleg viðurkenning út á við, úti í heimi, ef þú ert búinn að vinna fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Það er mjög fagleg vinna sem á sér stað þar í öllu sem er verið að gera."

„Ég held að stimpillinn að ég hafi verið að vinna innan veggja KSÍ hafi hjálpað mér að taka þetta næsta skref sem ég tel vera rétta skrefið í minni þróun á mínum þjálfaraferli. Mig langar að ná eins langt og ég get sem þjálfari. Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt verkefni sem er framundan og það getur hjálpað mér áfram veginn."


Á eftir að sakna starfsfólksins og leikmannanna
Áttu eftir því að sakna þess að vinna með Hareide?

„Já, alveg klárt. Það er rosalega gaman að vinna í kringum A-landsliðið og Åge er frábær karakter, mjög skemmtilegur og alltaf líf og fjör í kringum hann og allt þjálfarateymið. Ég á eftir að sakna þess að vinna með miklum fagmönnum og frábærum leikmönnum. Ég get sem betur fer horft mjög glaður, ánægður og stoltur til baka. Tíminn með A-landsliðinu er búinn að vera mjög skemmtilegur," sagði Jói Kalli.
Athugasemdir
banner