Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 16. júlí 2024 12:30
Hafliði Breiðfjörð
Dularfullar merkjasendingar ungu mannana
Sigurbergur Áki Jörundsson með merkið dularfulla.
Sigurbergur Áki Jörundsson með merkið dularfulla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þið sem hafið séð eina bestu íslensku kvikmynd allra tíma, Sódómu Reykjavík, munið eflaust eftir leynifélagi Agga Pó en þeir félagarnir höfðu þá komið sér upp merkjasendingum með höndunum. En er eitthvað svona leynifélag komið upp í Árbænum?

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  0 ÍA

Fylkir vann 3 - 0 sigur á ÍA í Bestu-deild karla í gærkvöldi og þegar Aron Snær Guðbjörnsson fagnaði þriðja markinu mátti sjá hann beita einhverjum leynilegum merkjasendingum upp í stúku.

Nokkrir af ungu leikmönnum Fylkis léku það svo eftir í leikslok þegar sigrinum var fagnað.

Merkinguna þekkjum við ekki en við getum ekki annað en sýnt ykkur þessar myndir til sönnunar.
Athugasemdir
banner