Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fim 16. september 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Sigur Víkings í gær eykur vonir KR, KA og Vals um Evrópusæti
Víkingur vann Fylki í gær.
Víkingur vann Fylki í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og mikið hefur verið fjallað um þá missti Ísland eitt af Evrópusætum sínum og eru þrjú lið sem fá Evrópusæti í lok mótsins. Tvö af þeim fást í gegnum deildina, 1. og 2. sætið, og eitt fer til bikarmeistara.

Ef bikarmeistararnir lenda hinsvegar í öðru af tveimur efstu sætunum í deildinni þá fer Evrópusætið til þess lið sem endar í þriðja sætinu.

Topplið Breiðabliks er öruggt með Evrópusæti en liðið sem stendur uppi sem Íslandsmeistari mun fara í forkeppni Meistaradeildarinnar. Hin liðin tvö fara í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Víkingar enda væntanlega í einu af tveimur efstu sætunum og þeir komust í undanúrslit Mjólkurbikarsins í gær með sigri gegn Fylki, í undanúrslitum munu þeir mæta Vestra. Víkingur er langsigurstranglegasta liðið sem eftir er í bikarnum.

Ef Víkingur vinnur bikarinn opnast að öllum líkindum möguleiki fyrir KR, KA eða Val að næla sér í Evrópusæti með því að enda í þriðja sætinu.

Ef Vestri, ÍA eða Keflavík taka hinsvegar bikarmeistaratitilinn mun það lið fylgja efstu tveimur liðum Pepsi Max-deildarinnar til Evrópu á meðan liðið sem endar í þriðja sæti situr eftir með sárt ennið.

KR er sem stendur í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar en tveimur stigum fyrir aftan eru KA og Valur. Það eru tvær umferðir eftir af deildinni og spennan mikil.
Athugasemdir
banner
banner
banner