Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. september 2022 13:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Aron tekur við fyrirliðabandinu aftur
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson er kominn aftur inn í landsliðshópinn fyrir komandi verkefni gegn Albaníu og Venesúela.

Aron og Eggert Gunnþór Jónsson voru kærðir síðasta haust en kona sakaði þá um að hafa nauðgað sér í Kaupmannahöfn árið 2010.

Héraðs­sak­sóknari felldi niður málið í maí­mánuði síðast­liðnum en sá úr­skurður var kærður og tók ríkis­sak­sóknari þá málið fyrir og er niður­staðan sú að málið hefur nú verið fellt niður.

Aron getur því snúið aftur í hópinn og hann gerir það. Hann tekur við fyrirliðabandinu á nýjan leik en hann hefur verið með bandið síðustu tíu árin eða svo.

Birkir Bjarnason hefur verið með fyrirliðabandið í síðustu verkefnum og hrósaði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, honum mikið fyrir það sem hann hefur verið að gera.
Athugasemdir
banner
banner