Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   fös 16. september 2022 17:30
Elvar Geir Magnússon
Howe: HM draumar Wilson eru enn á lífi
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle, telur að Callum Wilson eigi enn möguleika á að vinna sér inn sæti í enska landsliðinu fyrir HM í nóvember.

Wilson er meiddur í læri og er ekki í enska hópnum sem mætir Ítalíu og Þýskalandi í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði.

Wilson hefur leikið fjóra landsleiki fyrir England og Howe telur enn að þeim gæti fjölgað enn frekar á HM.

„Ég vorkenni Callum því hann er ekki í hópnum. En þetta mun bara gera hann ákveðnari, þegar hann snýr aftur í lið okkar mun hann vilja sýna hversu góður hann er," segir Howe.

Wilson hefur verið talsvert mikið á meiðslalistanum og því keypti Newcastle Alexander Isak fyrir um 60 milljónir punda frá Real Sociedad í síðasta mánuði.

Wilson nálgast endurkomu en verður væntanlega ekki með gegn Bournemouth á morgun. Hann ætti að vera klár eftir landsleikjagluggann.

„Ég held að Callum eigi enn tíma til að komast í HM hópinn. Ég veit að Gareth (Southgate landsliðsþjálfari) er sammála. Hvað þarf Callum að gera? Hann þarf að snúa aftur, skora og sýna stöðugleika. Kannski þarf hann að hafa heppnina með sér einhvers staðar annars staðar til að komast með," segir Howe.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
8 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
9 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
10 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner