Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 16. október 2020 17:00
Victor Pálsson
Van Ginkel: Það er pressa á mér
Mynd: Getty Images
Marko van Ginkel, leikmaður PSV Eindhoven, viðurkennir að hann þurfi að sanna sig hjá félaginu á þessari leiktíð.

Van Ginkel er samningsbundinn Chelsea á Englandi en hann hefur nú þrisvar sinnum verið lánaður til PSV.

Meiðsli hafa sett stórt strik í reikning leikmannsins sem hefur ekki spilað keppnisleik síðan 2018.

Nú er miðjumaðurinn mættur aftur til Hollands og mun gera allt til þess að sanna sig á ný. Hann skoraði alls 31 mark í 64 leikjum fyrir PSV frá 2015 til 2018.

„Ég veit að það er ákveðin pressa á mér að standa mig vel. Ég hef verið mikið meiddur og það tekur auðvitað gríðarlega á," sagði Van Ginkel.

„Ég veit hvað í mér býr og þarf einfaldlega að sýna það á vellinum. Spennan er mikil fyrir því að komast aftur á völlinn."

Athugasemdir
banner
banner
banner