„Tilfinningin er frábær. Við vorum komnir langleiðina en þetta var ekkert alveg öruggt. Það var sterkt að koma hérna með þennan kraft og þennan karakter," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir 1-3 sigur á Fram.
Hermann var hæstánægður með sigurinn og það að ÍBV tryggði áframhaldandi veru sína í Bestu deildinni á næstu leiktíð.
Hermann var hæstánægður með sigurinn og það að ÍBV tryggði áframhaldandi veru sína í Bestu deildinni á næstu leiktíð.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 3 ÍBV
Það var rosalegur kraftur í Eyjamönnum í fyrri hálfleik. „Það var svakalegur kraftur. Það er vilji og trú, við ætluðum okkur sigur hérna og tryggja þetta. Það var ótrúlega gaman að horfa á leikinn, það var leikgleði og stemning. Það var rosalegur liðsandi, það hefur einkennt okkur."
Eyjamenn voru í fimm manna vörn og virkaði það mjög vel. Þetta var virkilega flottur sigur hjá ÍBV en það vakti athygli að miðvörðurinn Sigurður Arnar Magnússon lék á miðjunni og skoraði tvö mörk.
„Mér sýnist það," sagði Hemmi léttur þegar hann var spurður að því hvort hann væri búinn að finna nýja stöðu fyrir Sigurð Arnar. „Ég þarf að prófa að setja hann í senterinn og sjá hvað gerist þá. Hann var frábær og er góður leikmaður. Hann getur leyst þetta leikandi. Hann var frábær fyrir okkur, sem og allt liðið."
Fram var sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum og tókst að minnka muninn. Var hann orðinn stressaður að þær gætu komið til baka?
„Svona. Þér líður aldrei vel þegar þú ert ekkert með boltann. Við fengum hálffæri einhver, en það var fulllítið. Ég hefði aðeins viljað vera meira með boltann. Við þurftum að landa þremur stigum og við vorum þéttir. Þetta var flottur varnarleikur í seinni hálfleiknum."
Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, var frábær í leiknum en hann klikkaði á vítaspyrnu. Hann sagði frá því í Innkastinu á dögunum að hann væri orðinn vítaskytta númer eitt. Verður hann það áfram?
„Já, er það ekki? Við segjum það allavega," sagði Hemmi léttur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir