Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   mán 16. nóvember 2020 22:45
Brynjar Ingi Erluson
Sturridge betri en Coutinho - „Hann fór illa með alla"
Daniel Sturridge og Jürgen Klopp
Daniel Sturridge og Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Conor Masterson, leikmaður QPR í ensku B-deildinni, segir að Daniel Sturridge hafi verið besti leikmaðurinn á æfingasvæði Liverpool er þeir æfðu saman hjá félaginu.

Masterson er 22 ára gamall en hann var á mála hjá Liverpool frá 2014 til 2019.

Hann spilaði með unglinga- og varaliði félagsins ásamt því að æfa með aðalliðinu áður en hann yfirgaf Liverpool og fór til QPR árið 2018.

Masterson æfði með mörgum góðum leikmönnum en hann segir að Daniel Sturridge hafi verið í allt öðrum klassa en aðrir leikmenn.

„Daniel Sturridge. Vá. Hann var alger brandari og fór illa með alla á æfingasvæðinu," sagði Masterson.

„Philippe Coutinho var góður en Sturridge var bara í allt öðrum gæðaflokki. Hann var með snerpu, hraða og gat klárað færi auk þess sem hann var með góða tækni. Hann gat gert allt og var langbestur að mínu mati," sagði hann ennfremur.

Sturridge yfirgaf Liverpool á síðasta ári en hann er án félags í dag eftir að hafa spilað með Trabzonspor á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner