
Landsliðsfyrirliðinn til margra ára, Aron EInar Gunnarsson, kom inn á sem varamaður í tapi Íslands gegn Slóvakíu í kvöld.
Aron kom inn á í stöðunni 4-1 fyrir Slóvökum og lék um hálftíma. Aron hefur ekkert spilað með félagsliði sínu Al Arabi síðan í maí og hans einu mínútur á vellinum fyrir kvöldið síðan í maí komu í landsleik gegn Liechtenstein í síðasta mánuði.
Aron kom inn á í stöðunni 4-1 fyrir Slóvökum og lék um hálftíma. Aron hefur ekkert spilað með félagsliði sínu Al Arabi síðan í maí og hans einu mínútur á vellinum fyrir kvöldið síðan í maí komu í landsleik gegn Liechtenstein í síðasta mánuði.
Lestu um leikinn: Slóvakía 4 - 2 Ísland
Lárus Orri Sigurðsson gagnrýndi það á Stöð 2 Sport eftir leikinn í kvöld að Aron hefði komið inn á.
„Það að maður hafi ekki spilað leik síðan held ég í apríl [lék síðast 12. maí heilan keppnisleik], sé í landsliðshóp sem leikmaður og sé að koma inn á í keppnisleik - jafnvel þó að hann sé úr Þorpinu - það er mjög sérstakt og lýsir kannski stöðunni sem við erum í. Auðvitað er Aron stórt nafn hjá okkur og það mikill leiðtogi að það kemur smá ró með hans innkomu - þó að við sjáum það allir að hann er í engu standi til að spila þennan leik. Það sýnir bara þá stöðu sem við erum í," sagði Lárus sem er Þórsari líkt og Aron. Þorpið er sá bæjarhluti Akureyrar sem er norðan Glerár.
Frammistaðan í kvöld var ekki góð og var liðið og uppleggið mikið gagnrýnt eftir leikinn í uppgjörsþætti á Stöð 2 Sport.
Aron sagði í viðtali við Fótbolta.net fyrir leikinn að hann væri klár í að spila ef kallið kæmi og að hann gæti farið á láni frá félagsliði sínu Al Arabi í náinni framtíð.
Athugasemdir