
Slúðurpakki dagsins er í boði Powerade og er helsta slúðrið tekið saman af BBC.
Newcastle hefur áhuga á að fá Ferran Torres (23) sóknarmann Barcelona. (Fichajes)
Chelsea, Liverpool og Manchester City fylgjast með Alphonso Davies (23) hjá Bayern Munchen en hann er talinn vilja fara til Real Madrid. (90min)
Newcastle skoðar einnig möguleikann á að fá Jonathan Tah (27) frá Bayer Leverkusen í janúar. Hann er metinn á um 20 milljónir punda. (Sun)
Manchester United mun ekki láta Jadon Sancho (23) fara á afslætti í janúar. (Mirror)
United mun hlusta á tilboð í Sancho á meðan hann er í útlegð frá aðalliðshópnum. (ESPN)
Chelsea er tilbúið að berjast við Arsenal og Liverpool um Gabriel Moscardo (18) sem er miðjumaður Corinthians. Hann er talinn kosta 26 milljónir punda. (Standard)
Callum Wilson (31) verður frá í sex vikur vegna vöðvameiðsla en Sven Botman (23) gæti verið lengur frá vegna hnémeiðsla. Slæmar fréttir fyrir Newcastle. (Telegraph)
Man Utd fylgist með Evan Ferguson (19) hjá Brighton þó að hann hafi nýlega framlengt samning sinn. (Football Insider)
Man Utd hefur einnig áhuga á Nikola Krstovic (23) framherja Lecce.
Yfirmaður fótboltamála hjá RB Leipzig, Rouven Schroder, er tilbúinn að hleypa Timo Werner (27) í burtu frá félaginu. Werner hefur einungis byrjað tvo leiki á tímabilinu. (Standard)
Tottenham er tilbúið að hleypa Eric Dier (29) í burtu ef félagið getur fundið mann í stað Micky van de Ven (22) sem glímir við meiðsli. (Football Insider)
Real Madrid og Barcelona hefur áhuga á Nico Williams (21) vængmanni Athletic Bilbao. (AS)
Þeir David Harrison og John Murtough eru ekki á förum frá Manchester United. Þeir starfa í fótboltamálum hjá United og komu upp einhverjar efasemdir um þeirra framtíð eftir að Richard Arnold steig til hliðar. (Mirror)
Upp hefur komist um faldar greiðslur hjá Chelsea á tímum Roman Abramovich sem eigandi félagsins. Þó að greiðslunnar hafi átt sér stað fyrir talsverðu síðan gæti Chelsea misst stig út af þeim í dag. (Telegraph)
Athugasemdir