Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fim 16. nóvember 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samningar þriggja leikmanna Stjörnunnar úr gildi
Kvenaboltinn
Sædís Rún í landsleik í haust.
Sædís Rún í landsleik í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikmenn Stjörnunnar voru með samning við félagið út næsta tímabil en þegar samningsstaða þeirra er skoðuð segir að samningurinn sé úr gildi. Þær eru því með lausan samning.

Þetta á við um þær Sædísi Rún Heiðarsdóttur, Snædísi
Maríu Jörundsdóttur og Sóleyju Guðmundsdóttur.

Sædís (2004) var algjör lykilmaður í liði Stjörnunnar í sumar og vann sér sæti í A-landsliðinu. Hún fór í upphafi mánaðar á reynslu til ensku meistaranna í Chelsea og eru miklar líkur á því að vinstri bakvörðurinn haldi erlendis í vetur.

Snædís (2004) var líkt og Sædís í stóru hlutverki í U19 landsliðinu sem fór á EM í sumar. Hún byrjaði mótið hjá Stjörnunni en var lánuð í FH í glugganum. Hún skoraði þrjú mörk í sex leikjum fyrir FH og eitt mark í tólf leikjum fyrir Stjörnuna. Af tólf leikjum var hún þrisvar sinnum í byrjunarliðinu.

Sóley (1993) byrjaði einn leik og kom fimm sinnum inn á sem varamaður á liðnu tímabili. Tímabilið 2019 var hún í lykilhlutverki hjá Stjörnunni en hlutverkið hefur farið minnkandi síðan.
Athugasemdir
banner