
Þrír leikmenn Stjörnunnar voru með samning við félagið út næsta tímabil en þegar samningsstaða þeirra er skoðuð segir að samningurinn sé úr gildi. Þær eru því með lausan samning.
Þetta á við um þær Sædísi Rún Heiðarsdóttur, Snædísi
Maríu Jörundsdóttur og Sóleyju Guðmundsdóttur.
Þetta á við um þær Sædísi Rún Heiðarsdóttur, Snædísi
Maríu Jörundsdóttur og Sóleyju Guðmundsdóttur.
Sædís (2004) var algjör lykilmaður í liði Stjörnunnar í sumar og vann sér sæti í A-landsliðinu. Hún fór í upphafi mánaðar á reynslu til ensku meistaranna í Chelsea og eru miklar líkur á því að vinstri bakvörðurinn haldi erlendis í vetur.
Snædís (2004) var líkt og Sædís í stóru hlutverki í U19 landsliðinu sem fór á EM í sumar. Hún byrjaði mótið hjá Stjörnunni en var lánuð í FH í glugganum. Hún skoraði þrjú mörk í sex leikjum fyrir FH og eitt mark í tólf leikjum fyrir Stjörnuna. Af tólf leikjum var hún þrisvar sinnum í byrjunarliðinu.
Sóley (1993) byrjaði einn leik og kom fimm sinnum inn á sem varamaður á liðnu tímabili. Tímabilið 2019 var hún í lykilhlutverki hjá Stjörnunni en hlutverkið hefur farið minnkandi síðan.
Athugasemdir