„Menn eru sárir. Þetta er draumur allra að vera með á HM en sénsinn er úti," sagði Elías Rafn Ólafsson, landsliðsmarkvörður, eftir tap gegn Úkraínu í undankeppni HM í kvöld.
Tapið þýðir að liðið komst ekki í umspil um sæti á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ár og er HM draumurinn þar með úr sögunni.
Tapið þýðir að liðið komst ekki í umspil um sæti á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ár og er HM draumurinn þar með úr sögunni.
Elías Rafn átti frábæra tvöfalda vörslu í seinni hálfleik en strax í kjölfarið kom fyrra mark Úkraínu eftir hornspyrnu.
„Við eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk. Menn eru smá sofandi og ég líka. Hann fær að lauma sér fyrir framan án þess að neinn segir neitt," sagði Elias
„Mér fannst þeir ekki vera á leiðinni að skora fyrr en þeir gerðu það. Við vorum alveg undir mikilli pressu, þeir voru mikið með boltann í seinni hálfleik. Á sama tíma leið mér ekki eins og þeir væru að fara skora."
Athugasemdir























