Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. janúar 2021 21:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: John Stones með tvennu í öruggum sigri Man City
Stones heldur áfram að gera vel.
Stones heldur áfram að gera vel.
Mynd: Getty Images
Manchester City 4 - 0 Crystal Palace
1-0 John Stones ('26 )
2-0 Ilkay Gundogan ('56 )
3-0 John Stones ('68 )
4-0 Raheem Sterling ('88 )

Varnarmaðurinn John Stones heldur áfram að spila mjög vel fyrir Manchester City. Hann skoraði í kvöld tvennu þegar City burstaði Crystal Palace í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

City stjórnaði leiknum frá fyrstu mínútu og þeir komust yfir á þeirri 26. þegar Stones skoraði eftir magnaða fyrirgjöf frá Belganum Kevin de Bruyne.

Staðan var 1-0 í hálfleik en í byrjun seinni hálfleiksins skoraði Ilkay Gundogan annað mark City í leiknum. Hann skoraði með flottu skoti fyrir utan teig og aftur skoruðu heimamenn stuttu eftir hornspyrnu.

Stones gerði annað mark sitt og þriðja mark City á 68. mínútu. Í þriðja sinn var það eftir hornspyrnu. Raheem Sterling gerði tuttugu mínútum síðar eina mark leiksins sem kom ekki eftir hornspyrnu, en markið skoraði Sterling beint úr aukaspyrnu.

City var mikið sterkari aðilinn og sigur þeirra sanngjarn. Lærisveinar Pep Guardiola eru núna í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Manchester United og með leik til góða. Crystal Palace, sem var án síns besta leikmanns í kvöld - Wilfried Zaha - er í 13. sæti deildarinnar.

Önnur úrslit í dag:
England: Tottenham hafði betur gegn Sheffield
England: Markalaust þegar risarnir mættust
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner