Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. janúar 2023 18:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Koma til með að gera helling fyrir okkur" - Vill fá miðjumann og tjáir sig um Andra Rúnar
Að ná að snúa þessu svona svakalega við var ógeðslega sterkt.
Að ná að snúa þessu svona svakalega við var ógeðslega sterkt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Páll er harðduglegur og sterkur strákur, flottur leikmaður og karakter
Sverrir Páll er harðduglegur og sterkur strákur, flottur leikmaður og karakter
Mynd: ÍBV
Við vitum hvað í honum býr og hann er búinn að sýna það áður að þetta er hörku markmaður
Við vitum hvað í honum býr og hann er búinn að sýna það áður að þetta er hörku markmaður
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Eini sem dettur úr því er Telmo og það þarf að fylla í hans skarð
Eini sem dettur úr því er Telmo og það þarf að fylla í hans skarð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við sönnuðum fyrir sjálfum okkur að við erum nauthraustir í hausnum
Við sönnuðum fyrir sjálfum okkur að við erum nauthraustir í hausnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir aðstoðaði Hemma á tímabili síðasta sumar.
Heimir aðstoðaði Hemma á tímabili síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur á síðustu dögum kynnt tvo nýja leikmenn til leiks. Það eru sóknarmaðurinn Sverrir Páll Hjaltested og markmaðurinn Guy Smit.

Fótbolti.net ræddi við Hermann Hreiðarsson um leikmannamál ÍBV í dag.

„Þeir munu koma til með að gera helling fyrir okkur, þeir smellpassa inn í þetta hjá okkur. Sverrir Páll er harðduglegur og sterkur strákur, flottur leikmaður og karakter," sagði Hermann.

Markmaður númer eitt
Líturu á Guy Smit sem aðalmarkmann á komandi tímabili?

„Já, engin spurning. Hann kemur inn sem markmaður númer eitt. En svo er alltaf samkeppni, öll samkeppni er bara heilbrigð. Við vitum hvað í honum býr og hann er búinn að sýna það áður að þetta er hörku markmaður. Hann á eftir að styrkja okkur mikið og það er spennandi að fá hann."

Sástu strax eftir síðasta tímabil að markmannsstaðan væri staða sem þú vildir styrkja?

„Nei nei, við fórum yfir heildina eftir tímabilið og hvernig við vildum taka næstu skref. Guðjón Orri verður frá meira og minna næsta tímabil og Jón Kristinn er rosalega efnilegur markmaður, markmaður sem við höfum rosalega mikla trú á. En hann er enn ungur að árum, vantar kannski aðeins meiri reynslu og það er stefnan að hann fari á lán og næli sér í þessa reynslu sem allir þurfa að næla í til að bæta sinn leik. Hann er frábær karakter, rosalega duglegur og flottur strákur sem á eftir að ná langt."

Ef Jón verður lánaður, þarftu þá að ná þér í annan markmann til að vera til vara fyrir Guy?

„Já, við leysum það einhvern veginn - finnum út úr því."

Sverrir Páll hentar fullkomlega
Ertu búinn að fylla skarðið sem Andri Rúnar Bjarnason skilur eftir sig með komu Sverris?

„Ekki endilega Andra Rúnars skarð. Við erum búnir að missa þónokkra leikmenn, Sito, Atli Hrafn, Telmo og Andri eru farnir. Við þurfum að bæta við okkur leikmönnum, fylla í þessi skörð. Við viljum fá inn leikmenn sem henta okkar leikstíl og henta því sem við erum að gera. Sverrir Páll kemur til með að styrkja okkur og hentar okkur fullkomlega."

Þarf að fylla í skarðið sem Telmo skilur eftir sig
Talandi um skörð, er einhver staða sem þú sérð núna að þú þarft að styrkja?

„Það vantar einn miðjumann, það er kannski svona það stærsta. En við erum með sterkan kjarna, 12-13 útileikmenn sem báru hitann og þungann af þessu á síðasta tímabili. Eini sem dettur úr því er Telmo og það þarf að fylla í hans skarð, það er engin spurning."

Fylgst með stöðunni á Óla Kalla
Ólafur Karl Finsen hefur verið orðaður við ÍBV. Hafiði verið í einhverjum viðræðum við hann?

„Við höfum fylgst með hvernig staðan er á honum og svona. Það eru svo sem engar viðræður, bara að fylgjast með hvernig standið á honum væri og staðan könnuð nánar í framhaldinu ef að því kæmi."

Svekkjandi fyrir hann fyrst og fremst
Ertu svekktur að missa Andra Rúnar úr liðinu?

„Þetta hentaði bara ekki alveg. Hann verður að útskýra það aðeins sjálfur, hann á von á barni og þau eru að flytja. Það var ljóst að það yrði erfitt að vera á einhverju ferðalagi alltaf. Þó að það sé stutt á milli þá eru þetta alltaf þrír klukkutímar."

„Andri Rúnar er frábær drengur og frábær leikmaður. Síðasta tímabil var svekkjandi fyrir hann fyrst og fremst, það voru alltaf smávægileg meiðsli sem stoppuðu það að hann hefði komist í toppform og toppstand sem allir þurfa að vera í og líða vel í líkamanum."

„Flestir vita hvað í honum býr, stórkostlegur leikmaður og það er svekkjandi að þetta gekk ekki upp. Við erum ekkert að svekkja okkur á því þannig séð, maður veit hvernig þetta virkar."


Nauthraustir í hausnum
ÍBV framlengdi samninga sína við þá Eið Aron Sigurbjörnsson, Jón Ingason og Sigurð Arnar Magnússon. Hversu mikilvægt er að halda þessum varnarmönnum?

„Það er rosalega mikilvægt. Þetta eru allt Eyjamenn og eru allir með hjartað á réttum stað. Þeir þekkja klúbbinn inn og út og voru stór hluti af því hvernig við snerum genginu við í sumar, algjörir naglar allt saman."

„Þeir sýndu og sönnuðu þegar á reyndi að það brotnaði enginn. Við sönnuðum fyrir sjálfum okkur að við erum nauthraustir í hausnum. Þetta tímabil var gríðarlega öflugt karakterslega séð. Þegar á reyndi þá stigu menn heldur betur upp. Að ná að snúa þessu svona svakalega við var ógeðslega sterkt."


Óvíst hver verður aðstoðarþjálfari
Hvernig standa málin með aðstoðarmann þinn, hver verður þinn aðstoðarmaður farandi inn í tímabilið 2023?

„Það er verið að vinna í því hvernig það leysist."

Gæti Gunnar Heiðar haldið áfram aðstoða?

„Hann kom inn í einhverja leiki, svipað og Heimir, sem aukamaður. Það var einn Breti sem var með mér framan af. Það er verið að skoða það hvernig við lendum þeim málum," sagði Hemmi.

Komnir
Guy Smit frá Val á láni
Hermann Þór Ragnarsson frá Sindra
Sverrir Páll Hjaltested frá Val (var á láni hjá Kórdrengjum)

Farnir
Andri Rúnar Bjarnason
Atli Hrafn Andrason í HK
Óskar Elías Zoega Óskarsson í KFS
Sito
Telmo Castanheira til Malasíu

Samningslausir
Breki Ómarsson
Sigurður Grétar Benónýsson
Athugasemdir
banner
banner
banner