Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mán 17. febrúar 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hertha Berlin ræður nýjan þjálfara - Jón Dagur verið úti í kuldanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson er kominn með nýjan þjálfara hjá Hertha Berlin. Cristian Fiél var rekinn í gær eftir fjóra tapleiki í röð en liðið tapaði gegn Dusseldorf um helgina.

Jón Dagur var ekki inn í myndinni hjá Fiel en hann hafði ekkert komið við sögu í sex leikjum í röð.

Stefan Leitl hefur verið ráðinn nýr þjálfari liðsins en hann var rekinn frá Hannover í desember eftir jafntefli gegn Hertha. Leitl skrifar undir samning til ársins 2027.

Andre Mijatovi? verður aðstoðarþjálfari liðsins en hann lék með Hertha frá 2010-2012.
Athugasemdir
banner
banner