Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. mars 2020 15:38
Elvar Geir Magnússon
Hamren verður áfram - Ætlar að koma Íslandi á EM 2021
Icelandair
Erik Hamren landsliðsþjálfari.
Erik Hamren landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren landsliðsþjálfari segir að það hafi verið það eina rétta í stöðunni að fresta lokakeppni EM um eitt ár. Ljóst er að keppnin mun fara fram á næsta ári.

Hamren var gestur í Sportið í dag á Stöð 2 Sport en þar sagði hann að markmið sitt væri enn að koma Íslandi á EM.

Henry Birgir Gunnarsson spurði Hamren út í samningsmál en samningur Svíans átti að renna út seinna á þessu ári. Þar sem EM hefur verið fært er ljóst að hann mun halda áfram.

„Okkar markmið og metnaður hefur alltaf verið að koma liðinu í lokakeppni EM. Við höfum verið að vinna í því og sú vinna er enn í gangi. Nú er stefnt á umspilið í júní og við egium góða möguleika á að komast í lokakeppnina," segir Hamren.

„Frá degi eitt hafa leikmennirnir verið einbeittir á að komast EM. Við ætlum að sýna flotta frammistöðu og fara á EM. Og ég verð þar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner