Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. mars 2021 18:38
Aksentije Milisic
Franski bikarinn: Icardi og Mbappe sáu um Lille
Mynd: Getty Images
PSG 2-0 Lille
1-0 Mauro Icardi ('9)
2-0 Kylian Mbappe - Víti ('41)
3-0 Kylian Mbappe ('90)

Það var stórleikur á dagskránni í 16-liða úrslit franska bikarsins en þar mættust tvö efstu lið deildarinnar.

Meistararnir í PSG fengu þá topplið Lille í heimsókn. Marquinhos og Angel Di Maria voru báðir í byrjunarliði PSG í dag en þeir lentu í því á sunnudaginn síðasta að brotist var inn til þeirra á meðan leik þeirra gegn Nantes stóð yfir.

Brotist var inn á heimili foreldra Marquinhos og á sama tíma var brotist inn hjá Di Maria. Di Maria var tekinn af velli í leiknum gegn Nantes þegar forráðarmenn PSG fengu fréttirnar um hvað hefði gerst.

En að leiknum í dag, Argentínumaðurinn Mauro Icardi kom PSG yfir á 9. mínútu leiksins og Kylian Mbappe tvöfaldaði forystuna rétt fyrir leikhlé. Í síðari hálfleiknum fékk Lille vítaspyrnu en Yusuf Yazici náði ekki að skora.

Mbappe var aftur á ferðinni í uppbótartíma og leiknum lauk því með öruggum sigri heimamanna. PSG fer því áfram í 8 liða úrslitin en Lille lýkur keppni í ár. PSG hefur tekið yfir þennan bikar á síðustu árum.
Athugasemdir
banner
banner