Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fös 17. maí 2024 14:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sú markahæsta í Danmörku velur Ísland - „Samtölin jákvæð frá upphafi"
Icelandair
Emelía fagnar hér marki með Nordsjælland.
Emelía fagnar hér marki með Nordsjælland.
Mynd: Nordsjælland
Hefur verið með fyrirliðabandið í yngri landsliðum Danmerkur.
Hefur verið með fyrirliðabandið í yngri landsliðum Danmerkur.
Mynd: Getty Images
Emelía Kiær Ásgeirsdóttir er í fyrsta sinn í landsliðshópi Íslands fyrir leikina mikilvægu gegn Austurríki í undankeppni Evrópumótsins núna í lok maí og í byrjun júní.

Emelía, sem er fædd árið 2005, er afar spennandi sóknarmaður sem er núna markahæst í dönsku úrvalsdeildinni. Hún hefur skorað tíu mörk í 16 deildarleikjum með Nordsjælland - toppliði dönsku deildarinnar - á tímabilinu

„Hún er að spila sem senter í Danmörku og er týpískur senter sem er góð inn í teig. Hún er líka góð í battaspili og svoleiðis. Það verður spennandi að sjá hana inn í hópnum hjá okkur," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í Laugardalnum í dag.

„Við höfum verið í samtali við hana í eitt ár og ég hef fylgst með henni í töluvert lengri tíma en það. Okkar samtöl hafa verið jákvæð frá upphafi. Þrátt fyrir sögusagnir um eitthvað annað þá hafa bara verið jákvæð samskipti okkar á milli. Hún svarar bara fyrir það af hverju hún tekur þessa ákvörðun en ég hef alltaf verið mjög bjartsýnn. Mín tilfinning hefur alltaf verið sú að hún vilji spila fyrir Ísland."

Emilía er efnilegur sóknarmaður sem á íslenskan föður og danska móður. Hún á marga leiki að baki í yngri flokkum hér á landi með Breiðabliki, Stjörnunni og Val. Hún lék þá einn leik með Augnabliki í Lengjudeildinni sumarið 2020 þegar hún var 15 ára.

Emílía hefur verið valin í úrtakshópa hjá yngri landsliðum Íslands en er ekki með neina skráða yngri landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún á hins vegar landsleiki að baki marga leiki fyrir yngri landslið Danmerkur og þónokkur mörk. Þá hefur hún verið með fyrirliðabandið í dönsku yngri landsliðunum.

Það verður afar spennandi að sjá hana í íslenska landsliðshópnum í fyrsta sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner