Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið hóp sem mætir Austurríki tvívegis í undankeppni EM 2025. Fyrri leikurinn fer fram á Joska Arena í Ried Im Innkreis föstudaginn 31. maí og sá seinni verður á Laugardalsvelli þriðjudaginn 4. júní.
Það eru tveir nýliðar í hópnum en það eru Katla Tryggvadóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir. Sædís Rún Heiðarsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir eru ekki með vegna meiðsla, en Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Lára Kristín Pedersen detta líka út frá því síðast. Hafrún Rakel er handleggsbrotin og er að koma til baka eftir það.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Bayern München, snýr þá aftur í hópinn.
Það eru tveir nýliðar í hópnum en það eru Katla Tryggvadóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir. Sædís Rún Heiðarsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir eru ekki með vegna meiðsla, en Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Lára Kristín Pedersen detta líka út frá því síðast. Hafrún Rakel er handleggsbrotin og er að koma til baka eftir það.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Bayern München, snýr þá aftur í hópinn.
Liðin eru bæði með þrjú stig eftir tvo leiki á meðan Þýskaland trónir á toppnum með sex stig. Með góðum úrslitum í þessum leikjum getur Ísland komið sér langleiðina á EM.
Markverðir:
Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir
Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 3 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 11 leikir
Aðrir leikmenn:
Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 28 leikir
Ingibjörg Sigurðardóttir - MSV Duisburg - 61 leikur
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 124 leikir, 10 mörk
Guðrún Arnardóttir - FC Rosengård - 37 leikir, 1 mark
Natasha Moraa Anasi - Brann - 5 leikir, 1 mark
Kristín Dís Árnadóttir - Bröndby
Sandra María Jessen - Þór/KA - 40 leikir, 6 mörk
Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 9 leikir, 1 mark
Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 43 leikir, 5 mörk
Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard - 14 leikir, 1 mark
Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Leverkusen - 39 leikir, 9 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir - 1. FC. Nürnberg - 38 leikir, 4 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - Valur - 19 leikir, 2 mörk
Ásdís Karen Halldórsdóttir - LSK Kvinner FK - 1 leikur
Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 36 leikir, 10 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 36 leikir, 5 mörk
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland
Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 13 leikir, 2 mörk
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Breiðablik - 6 leikir, 2 mörk
Athugasemdir