Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   mið 11. október 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er þokkalega bjartsýnn á að Emilía muni velja Ísland
Emilía Kjær Ásgeirsdóttir.
Emilía Kjær Ásgeirsdóttir.
Mynd: Nordsjælland
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, er bjartsýnn á það að Emilía Kjær Ásgeirsdóttir muni spila með íslenska landsliðinu í framtíðinni.

Emilía er efnilegur sóknarmaður sem á íslenskan föður og danska móður. Hún á marga leiki að baki í yngri flokkum hér á landi með Breiðabliki, Stjörnunni og Val. Hún lék þá einn leik með Augnabliki í Lengjudeildinni sumarið 2020 þegar hún var 15 ára.

Emílía hefur verið valin í úrtakshópa hjá yngri landsliðum Íslands en er ekki með neina skráða yngri landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún á hins vegar landsleiki að baki marga leiki fyrir yngri landslið Danmerkur og þónokkur mörk.

Hún er á mála hjá Nordsjælland í Danmörku og hefur farið vel af stað á tímabilinu þar sem hún er búin að skora sex mörk í sex deildarleikjum.

Þorsteinn sagði í síðasta glugga að hann væri búinn að ræða við Emilíu en hann var frekar spurður út í hana á fréttamannafundi í Laugardalnum í dag.

„Það kemur alltaf til greina. Það kemur einhvern tímann í ljós hvort hún spili fyrir Ísland eða ekki. Tíminn mun leiða það í ljós. Það kom til greina en fór ekki lengra en það," sagði Þorsteinn um Emilíu og hvort hann hefði hugsað sér að velja hana.

„Já, ég er alveg þokkalega bjartsýnn. Auðvitað vona ég að hún haldi áfram að standa sig vel þarna úti eins og hún hefur gert undanfarið. Auðvitað vona ég að hún spili fyrir Ísland og verði í þeim gæðaflokki sem við vonumst eftir. Ég vona að hún muni velja Ísland," bætti landsliðsþjálfarinn við.
Athugasemdir
banner
banner
banner