Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 17. júlí 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Zlatan að fá nýjan samning

Zlatan Ibrahimovic er hvergi nærri hættur en samkvæmt heimildum Fabrizio Romano er hann að fá nýjan samning hjá AC Milan.


Zlatan sem verður 41. árs gamall í október en að sögn Romano mun hann skrifa undir samning sem gildir til júní mánaðar árið 2023. Hann mun fá 1-1,5 milljón evra í laun auk þess að fá árangurs tengdar greiðslur.

Hann hefur leikið með mörgum af stærstu liðum Evrópu, hann hefur leikið á Spáni, Ítalíu, Englandi og Frakklandi með PSG.

Hann gekk til liðs við AC Milan frá LA Galaxy í Bandaríkjunum en hann hafði áður leikið með AC Milan frá 2010-2012. Undanfarin þrjú tímabil með Milan hefur hann skorað 36 mörk í 74 leikjum.



Athugasemdir
banner