Zlatan Ibrahimovic er hvergi nærri hættur en samkvæmt heimildum Fabrizio Romano er hann að fá nýjan samning hjá AC Milan.
Zlatan sem verður 41. árs gamall í október en að sögn Romano mun hann skrifa undir samning sem gildir til júní mánaðar árið 2023. Hann mun fá 1-1,5 milljón evra í laun auk þess að fá árangurs tengdar greiðslur.
Hann hefur leikið með mörgum af stærstu liðum Evrópu, hann hefur leikið á Spáni, Ítalíu, Englandi og Frakklandi með PSG.
Hann gekk til liðs við AC Milan frá LA Galaxy í Bandaríkjunum en hann hafði áður leikið með AC Milan frá 2010-2012. Undanfarin þrjú tímabil með Milan hefur hann skorað 36 mörk í 74 leikjum.
Athugasemdir