Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 17. júlí 2024 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Mathew Ryan til Roma (Staðfest)
Mynd: Roma
Ítalska félagið Roma hefur staðfest félagaskipti ástralska markvarðarins Mathew Ryan en hann kemur á frjálsri sölu.

Þessi 32 ára gamli markvörður var á mála hjá hollenska félaginu AZ Alkmaar á síðasta tímabili en yfirgaf félagið eftir að samningur hans rann út.

Áður lék hann með Arsenal, FCK, Real Sociedad, Brighton, Genk, Club Brugge, Valencia og Central Coast Mariners.

Ryan skrifaði undir tveggja ára samning við Roma í dag og er ætlaði að vera Mile Svilar til halds og trausts á komandi leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner