Englendingurinn Mason Greenwood er lentur í Marseille í Frakklandi en hann mun á næsta sólarhringnum skrifa undir langtímasamning við franska félagið.
Marseille komst að samkomulagi við Manchester United um kaup á Greenwood á dögunum en franska félagið greiðir um 27 milljónir punda fyrir þjónustu hans.
Greenwood er 22 ára sóknarmaður sem er uppalinn hjá United, en hann eyddi síðustu leiktíð á láni hjá spænska félaginu Getafe.
Framherjinn hefur náð samkomulagi við Marseille um kaup og kjör og mun hann skrifa undir fimm ára samning á morgun.
Í kvöld lenti Greenwood á flugvellinum í Marseille og voru stuðningsmenn félagsins mættir til að taka vel á móti honum eins og má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
?????? Mason Greenwood arrives in France to sign for Marseille. Fans waited at the airport and chanting his name. ???????????????????????????????????? pic.twitter.com/kS9lnuNgmU
— EuroFoot (@eurofootcom) July 17, 2024
Athugasemdir