Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 17. september 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Sara tilnefnd sem besti miðjumaðurinn í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður Lyon, hefur verið tilnefnd sem einn af bestu miðjumönnum Meistaradeildarinnar á liðnu tímabili.

Sara varð meistari með Lyon en hún skoraði í 3-1 sigri á gömlu félögunum í Wolfsburg í úrslitaleik. Sara spilaði með Wolfsburg fyrri hluta tímabils.

Hún er einn af þremur miðjumönnum sem kemur til greina sem besti miðjumaðurinn í Meistaradeildinni en sigurvegarinn verður tilnefndur 1. október.

Sara verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli klukkan 18:45 í kvöld.

Hér að neðan má sjá tilnefningarnar.

Markverðir: Sarah Bouhaddi (Lyon), Christiane Endler (Paris Saint-Germain), Sandra Paños (Barcelona)

Varnarmenn: Lucy Bronze (Lyon), Lena Goessling (Wolfsburg), Wendie Renard (Lyon)

Miðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon/Wolfsburg), Dzsenifer Marozsán (Lyon), Alex Popp (Wolfsburg)

Framherjar: Delphine Cascarino (Lyon), Pernille Harder (Wolfsburg), Vivianne Miedema (Arsenal)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner