Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. nóvember 2020 11:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Derby
Þreytir Ísak frumraun sína með Íslandi gegn fæðingarlandi sínu?
Icelandair
Ísak Bergmann er aðeins 17 ára.
Ísak Bergmann er aðeins 17 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson er kominn inn í A-landsliðshópinn í fyrsta sinn.

Ísak hefur spilað mjög vel í sænsku úrvalsdeildinni með Norrköping og gæti spilað sinn fyrsta landsleik á morgun gegn þjóðinni sem hann gæti tæknilega séð líka spilað með; Englandi. Ísak fæddist í Englandi en ef hann spilar á morgun þá getur hann ekki spilað fyrir enska A-landsliðið í framtíðinni.

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, var spurður að því á fréttamannafundi hvort að Ísak myndi fá tækifæri til að spila fyrsta A-landsleikinn annað kvöld.

„Hann er hérna með fjórum öðrum úr U21 landsliðinu. Við sendum heim sex leikmenn og tókum inn fimm nýja. Við sjáum til hvað gerist á morgun," svaraði Hamren.

„Hann er hæfileikaríkur eins og hinir leikmennirnir. Að mínu mati mun hann spila marga landsleiki fyrir Ísland í framtíðinni. Þeir eru hérna upp á reynsluna að gera, og hvort hann byrji með A-landsliðinu á Wembley, ég get ekki sagt til um það."

„Mörgum strákum og stelpum dreymir um það, og hann er heppinn gaur," sagði Hamren.

Ásamt Ísaki, þá komu Andri Fannar Baldursson, Alfons Sampsted, Jón Dagur Þorsteinsson og Sveinn Aron Guðjohnsen úr U21 landsliðinu í A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi.

Sveinn Aron, sem er 22 ára, gæti einnig spilað sinn fyrsta A-landsleik á morgun.
Athugasemdir
banner
banner