
Það er nóg um að vera í slúðri dagsins en hér fyrir neðan má skoða allt það helsta sem slúðrað er um í dag.
Brentford hefur trú á því að sóknarmaðurinn Ivan Toney (27) muni skrifa undir nýjan samning við félagið þrátt fyrir áhuga frá Arsenal og Chelsea. (Talksport)
En svo eru sögur um það að Toney hafi áhuga á því að fara annað og muni biðja um riftunarverð ef hann gerir nýjan samning við félagið. (90min)
Manchester City mun berjast við Liverpool um kaup á Leroy Sane (27), kantmanni Bayern München. Sane spilaði áður fyrr með City. (Bild)
Sir Jim Ratcliffe er nálægt því að kaupa 25 prósent hlut í Manchester United og mun sækjast eftir ráðgjöf frá Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóra félagsins, er hann reynir að endurreisa félagið. (Telegraph)
Crystal Palace og Fulham hafa áhuga á því að fá sóknarmanninn Timo Werner (27) á láni frá RB Leipzig en hann er ekki inn í myndinni hjá þýska félaginu. (90min)
Umboðsmaður Ilkay Gundogan (33), miðjumanns Barcelona, segir ekkert til í því að leikmaðurinn sé á leið til Galatasaray í Tyrklandi. (Mundo Deportivo)
Arsenal er opið fyrir því að leyfa varnarmanninum Jakub Kiwior (23) að fara annað á láni. (90min)
Chelsea gæti kallað brasilíska miðjumanninn Andrey Santos (19) til baka úr láni frá Nottingham Forest þar sem hann hefur lítið verið að spila hjá félaginu. (Standard)
Anthony Gordon (22), kantmaður Newcastle, er ekki að íhuga það að spila fyrir skoska landsliðið frekar en það enska. (Athletic)
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir að Gordon sé nálægt enska A-landsliðinu. (Standard)
Manchester City hefur komist að samkomulagi við Leeds um kaup á Finley Gorman (15) en hann er sóknarsinnaður miðjumaður. (Football Insider)
Son Heung-min (31), sóknarmaður Tottenham, hefur róað stuðningsmenn félagsins sem óttuðust það að hann hefði meiðst illa í landsleik með Suður-Kóreu. (Standard)
Athugasemdir