Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   fös 17. nóvember 2023 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Spiluðu ekki fyrstu mínútuna eftir að UEFA neitaði mínútu þögn
Mynd: EPA
U21 landslið Póllands og Ísrael tókust á í undankeppni EM í dag og höfðu heimamenn í Póllandi betur, 2-1. Sterkt lið Póllands er komið með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir, en liðið á eftir að spila við Þýskaland.

Fyrir upphafsflautið vildu leikmenn hafa mínútu þögn til að minnast þeirra látnu í árás Hamas-liða á Ísrael í byrjun október, en UEFA neitaði að verða við þeirri beiðni.

Í stað þess að samþykkja þá ákvörðun, ákváðu leikmenn beggja liða að sleppa því að spila fyrstu mínútu leiksins og stóðu þess í stað í þögn eftir að dómarinn hafði flautað leikinn á.


Athugasemdir
banner
banner