Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 17. nóvember 2023 12:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tíu stig dregin af Everton - Ætla að áfrýja
Mynd: EPA
Tíu stig hafa verið dregin af Everton sem liðið missir þegar í stað. Félaginu er refsað vegna brota á fjármálareglum.

Félagið segir í yfirlýsingu sinni að það sé vonsvikið með þessa niðurstöðu og að hún sé vonsvikin.

Félagið ætlar að áfrýja niðurstöðunni. Refsingin er sú harðasta í sögu deildarinnar og er Everton eftir hana í næst neðsta sæti deildarinnar. Everton var fyrir frádráttinn með fjórtán stig í 14. sæti deildarinnar.

Rannsókn hefur staðið yfir að undanförnu og var fjallað um allt að 12 stiga frádrátt.

Félög í úrvalsdeildinni mega skila 105 milljón punda tapi yfir þriggja ára tímabil en tap Everton nam 124,5 milljónum punda yfir þriggja ára tímabil.


Athugasemdir
banner
banner
banner