Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. desember 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Segir Ronaldo í guðatölu hjá Mbappe - „Hann er ósnertanlegur"
Mynd: EPA
Portúgalski leikmaðurinn Cristiano Ronaldo er dýrkaður og dáður af mörgum og eins og kunnugt er hann helsta fyrirmynd Kylian Mbappe, eins besta fótboltamanns heims.

Mbappe hefur fylgst með Ronaldo frá því hann byrjaði að spila fótbolta og var með plaköt af Portúgalanum á veggjunum í herberginu sínu.

Sá var staðráðinn í að ná frægð og frama eins og átrúnaðargoðið, eitthvað sem hefur tekist hjá Frakkanum.

Abdou Diallo, fyrrum liðsfélagi Mbappe hjá Paris Saint-Germain, segir að Ronaldo sé Mbappe allt, en hann talaði um það í viðtali við The Mail.

„Cristiano Ronaldo er honum allt og þá meina ég bókstaflega allt. Ef þú nefnir Lionel Messi í umræðunni gegn Ronaldo þá mun Mbappe þræta við þig í að minnsta kosti klukkutíma. Fyrir honum er Ronaldo ósnertanlegur,“ sagði Diallo.

Þetta viðtal er birt fyrir leik Frakklands og Argentínu í úrslitaleik HM en þar mætir Mbappe einmitt Messi. Mbappe getur unnið bikarinn í annað sinn en Messi vonast til að vinna hann í fyrsta sinn á sínu síðasta stórmótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner