Stjörnumaðurinn Bjarki Hrafn Garðarsson er um þessar mundir á reynslu hjá austurríska félaginu RB Salzburg.
Bjarki Hrafn er framherji fæddur árið 2010 en hann er svo sannarlega með góð gen.
Hann er sonur Garðars Jóhannssonar sem gerði frábæra hluti í Stjörnubúningnum á sínum tíma. Hann lék einnig með KR, Val og Fylki auk þess að spila í Svíþjóð og Þýskalandi.
Bjarki hefur vakið gríðarlega mikla athygli en hann skoraði 31 mark í 14 leikjum með 4. flokki síðasta sumar og lék einnig með 3. flokki Stjörnunnar.
Þá hefur hann skorað tvö mörk í þremur leikjum fyrir U15 landslið Íslands.
Athugasemdir