Knattspyrnudeild Víkings tilkynnti í gær nýjan leikmann í kvennalið félagsins en Kiley Norkus er komin frá Bandaríkjunum.
Kiley er fædd árið 1995 og kemur frá Kaliforníu. Hún spilaði þar fyrir Eastern Washington-háskólann þar til hún útskrifaðist.
Hún hefur ferðast síðustu ár um allan heim og spilað á Spáni, Svíþjóð, en á síðasta tímabili spilaði hún með Haukum í Lengjudeildinni.
Kiley er fjölhæfur leikmaður en hún getur spilað sem sóknarmaður, vinstra megin á vellinum og einnig sem miðvörður.
Þetta er annar leikmaðurinn á stuttum tíma sem semur við Víking en Christabel Odoru kom til félagsins frá Grindavík á dögunum.
Víkingur R. hafnaði í 4. sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir