Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   fös 18. febrúar 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Víkingur fær fjölhæfan bandarískan leikmann (Staðfest)
Kiley Norkus er mætt til Víkings R.
Kiley Norkus er mætt til Víkings R.
Mynd: Víkingur R.
Knattspyrnudeild Víkings tilkynnti í gær nýjan leikmann í kvennalið félagsins en Kiley Norkus er komin frá Bandaríkjunum.

Kiley er fædd árið 1995 og kemur frá Kaliforníu. Hún spilaði þar fyrir Eastern Washington-háskólann þar til hún útskrifaðist.

Hún hefur ferðast síðustu ár um allan heim og spilað á Spáni, Svíþjóð, en á síðasta tímabili spilaði hún með Haukum í Lengjudeildinni.

Kiley er fjölhæfur leikmaður en hún getur spilað sem sóknarmaður, vinstra megin á vellinum og einnig sem miðvörður.

Þetta er annar leikmaðurinn á stuttum tíma sem semur við Víking en Christabel Odoru kom til félagsins frá Grindavík á dögunum.

Víkingur R. hafnaði í 4. sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner