Seinni umferðin í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram í þessari viku en fyrri fjórir leikirnir fara fram í kvöld.
Milan tapaði í Hollandi gegn Feyenoord en fær tækifæri heima á Ítalíu að snúa blaðinu við. Það sama má segja um Atalanta sem tapaði í Belgíu gegn Club Brugge.
Bayern er með forystu fyrir leik gegn Celtic í Þýskalandi en hún er ekki mikil. Þá er Harry Kane tæpur en hann meiddist á andliti gegn Leverkusen um helgina.
Benfica er yfir gegn Mónakó en liðin mætast í Portúgal í kvöld.
Meistaradeildin
17:45 Milan - Feyenoord (0-1)
20:00 Atalanta - Club Brugge (1-2)
20:00 Bayern - Celtic (2-1)
20:00 Benfica - Mónakó (1-0)
Athugasemdir