Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. mars 2020 09:55
Elvar Geir Magnússon
Hvernig eru ensku úrvalsdeildarliðin að æfa?
Mikel Arteta greindist með veiruna.
Mikel Arteta greindist með veiruna.
Mynd: Getty Images
Callum Hudson-Odoi.
Callum Hudson-Odoi.
Mynd: Getty Images
Andreas Kornmayer er í teyminu hjá Jurgen Klopp.
Andreas Kornmayer er í teyminu hjá Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Manchester United er hætt að æfa saman sem lið.
Manchester United er hætt að æfa saman sem lið.
Mynd: Getty Images
Ben Foster hjólar.
Ben Foster hjólar.
Mynd: Getty Images
Óvíst er hvenær keppni í ensku úrvalsdeildinni fer aftur af stað en liðin reyna að halda sér í standi. Einhver lið reyna að æfa með hefðbundnum hætti meðan margir leikmenn eru í heimaæfingum.

Daily Mail tók saman hvernig liðin eru að tækla ástandið.

ARSENAL
Æfingar eiga að fara aftur af stað næsta þriðjudag. Allir leikmenn og starfslið eru í sóttkví eftir að Mikel Arteta greindist með veiruna.

ASTON VILLA
Villa æfði með hefðbundnum hætti á mánudag en liðið fékk svo tveggja daga frí á meðan stjórnendur skipuleggja næstu skref.

BOURNEMOUTH
Leikmenn æfa heima hjá sér eftir sérstöku plani sem þeir fengu. Leikmenn hafa fengið búnað til að nota á heimilinu við æfingar. Læknir félagsins ráðlagði leikmönnum að fara varlega og umgangast ekki marga.

BRIGHTON
Leikmenn Brighton fengu nokkra daga í frí en eiga að mæta á æfingasvæðið á föstudag þar sem æfingaáætlun verður tilkynnt.

BURNLEY
Liðið æfir með heðfbundnum hætti en allir gestir á æfingasvæðinu þurfa að fara í skimun. Burnley endurskoðar stöðuna á hverjum degi.

CHELSEA
Leikmenn eiga að snúa aftur til æfinga á sunnudag eftir sóttkví þar sem Callum Hudson-Odoi greindist með veiruna. Leikmenn hafa fengið æfingaáætlanir og búnað til að halda sér í standi heima hjá sér.

CRYSTAL PALACE
Æfingasvæði félagsins var lokað á mánudag og leikmenn æfa einir.

EVERTON
Æfingasvæðinu lokað og leikmenn fara eftir einstaklingsáætlun en eru með snjallúr sem mæla þeirra æfingaframlag. Þjálfarar Everton fylgjast vel með.

LEICESTER
Leikmenn æfa einir eftir æfingaplani og eiga að halda sér frá æfingasvæðinu.

LIVERPOOL
Leikmenn halda sig frá Melwood æfingasvæðinu í tvær vikur og vinna eftir einstaklingsmiðuðum áætlunum. Þrekþjálfarinn Andreas Kornmayer smíðaði þessar áætlanir en hann hefur unnið náið með hópnum í fjögur ár og þekkir leikmenn vel. Hann er í gríðarlega miklum metum hjá Jurgen Klopp.

MAN CITY
Leikmenn hafa fengið einstaklingsmiðaðar áætlanir. Nokkrir leikmenn hafa ráðið til sín einkakokka sem elda eftir skipunum Silvíu Tremoleda, næringarfræðings félagsins. Leikmenn eiga að halda sér heima út vikuna og City mun endurmeta stöðuna á komandi dögum. City hefur ekki æft saman sem lið síðan síðasta fimmtudag.

MAN UTD
United hefur sett saman áætlun fyrir liðið á meðan það mætir ekki á æfingasvæðið. Misjafnar einstaklingsæfingar og mataræði eru inni í áætluninni. Þá hefur leikmönnum verið sagt að forðast ferðalög.

NEWCASTLE
Leikmenn hafa fengið æfingaáætlanir til að fara eftir á heimilum sínum. Æfingasvæðið er lokað og ekki búist við því að það opni á næstunni.

NORWICH
Leikmenn eru með áætlun sem þeir þurfa að fara eftir á heimilum sínum. Áætlun sem svipar til þess sem þeir fá yfir sumartímann.

SHEFFIELD UTD
Staðan er endurskoðuð á hverjum degi af þjálfarateyminu. Liðið hefur æft undanfarna daga en hefur aflýst nokkrum æfingum.

SOUTHAMPTON
Leikmenn æfðu með hefðbundnum hætti á mánudag en fara nú eftir æfingaáætlun heima hjá sér. Vel er fylgst með því að leikmenn haldi sig í standi.

TOTTENHAM
Tottenham hefur æft með hefðbundnum hætti í þessari viku en tekur sér frí á morgun. Leikmannahópurinn er á afmörkuðu svæði á æfingasvæðinu og halda sér frá öðrum hlutum byggingarinnar.

WATFORD
Ben Foster markvörður segist halda sér í standi með því að fara út að hjóla.

WEST HAM
David Moyes og aðstoðarmenn hans eru ekki lengur í einangrun. Leikmenn fara eftir æfingaáætlun heima hjá sér.

WOLVES
Æfðu með hefðbundnum hætti á mánudag en aðeins aðalliðinu er hleypt inn á Compton æfingasvæðið. Liðið fékk frí í gær og í dag en gætu snúið aftur á æfingasvæðið á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner