Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 18. mars 2021 21:54
Victor Pálsson
Evrópudeildin: Innkoma Pogba sendi Man Utd áfram - Rangers tapaði heima
Pogba gerði sigurmarkið.
Pogba gerði sigurmarkið.
Mynd: Getty
Zlatan kom inná í kvöld.
Zlatan kom inná í kvöld.
Mynd: Getty
Manchester United er komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir leik við AC Milan á San Siro vellinum í kvöld.

Það var allt undir fyrir þennan leik í kvöld en fyrri viðureigninni lauk með 1-1 jafntefli og áttu bæði lið enn góðan möguleika á að komast áfram.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum en snemma í þeim seinni kom Paul Pogba knettinum í netið fyrir gestina.

Pogba hafði komið inná sem varamaður þremur mínútum áður og skoraði mark fyrir þá ensku eftir mikinn darraðadans í vítateig Milan.

Síðar í leiknum kom Zlatan Ibrahimovic inná hjá Milan en hann er fyrrum sóknarmaður Man Utd. Zlatan kom einnig inn með látum og átti á meðal annars hættulegan skalla sem Dean Henderson varði vel.

Milan reyndi að sækja og ná inn jöfnunarmarkinu áður en flautað var til leiksloka en það gekk ekki upp og fer Man Utd því áfram í næstu umferð.

Steven Gerrard og hans menn í Rangers eru úr leik eftir 2-0 tap heima gegn Slavia Prag.

Rangers spilaði síðasta hálftímann með níu menn á vellinum en þeir Kemar Roofe og Leon Balogun voru báðir sendir í sturtu.

Ajax fór þá sannfærandi áfram gegn Young Boys og má segja það sama um Villarreal sem mætti Dynamo Kiev frá Úkraínu.

Milan 0 - 1 Manchester Utd (1 - 2 samanlagt)
0-1 Paul Pogba ('48 )

Rangers 0 - 2 Slavia Praha (1 - 3 samanlagt)
0-1 Peter Olayinka ('14 )
0-2 Nicolae Stanciu ('74 )

Rautt spjald: ,Kemar Roofe, Rangers ('61)Leon Balogun, Rangers ('73)

Young Boys 0 - 2 Ajax (0 - 5 samanlagt)
0-1 David Neres ('20 )
0-2 Dusan Tadic ('49 , víti)

Villarreal 2 - 0 Dynamo Kiev (4 - 0 samanlagt)
1-0 Gerard Moreno ('13 )
2-0 Gerard Moreno ('36 )
Athugasemdir
banner
banner
banner