Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 18. mars 2021 16:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður í U21 getur komið til baka ef hann fer í A-landsliðið
Icelandair
U21 landsliðið tekur þátt í lokakeppni EM í annað sinn.
U21 landsliðið tekur þátt í lokakeppni EM í annað sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svo gæti farið að leikmenn úr U21 landsliðinu verði kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leikinn gegn Þýskalandi í undankeppni HM næstkomandi fimmtudag.

U21 landsliðið er að fara að spila í riðlakeppni Evrópumótsins á sama tíma en gæti misst leikmenn í A-landsliðið þar sem það er óvíst hvort lykilmenn í A-landsliðinu geti spilað gegn Þýskalandi.

Um er að þá Gylfa Þór Sigurðsson (Everton, Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley), Jón Daða Böðvarsson (Millwall) og Rúnar Alex Rúnarsson (Arsenal). Leikmenn sem spila á Englandi. Ástæðan er ferðatakmarkanir milli Bretlands og Þýskalands vegna kórónuveirunnar. Sama á við um leikmenn þýska landsliðsins sem spila með enskum félagsliðum.

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, segir að ef leikmenn verði kallaðir í A-landsliðið þá geti þeir komið aftur til móts við U21 landsliðið í Ungverjalandi svo.

„Ef leikmaður fer upp í A-landsliðið þá hefur hann kost á því að koma til baka, til okkar. Að sama skapi getum við ekki kallað annan leikmann inn ef það fer leikmaður í A-landsliðið. Við getum kallað leikmenn inn alveg fram að miðnætti fyrir leik ef það eru meiðsli eða veikindi."

„Þetta er ákvörðun sem við töluðum saman um og tókum," sagði Davíð Snorri.

Það eru ákveðnir leikmenn á lista til að koma næstir inn ef það verða meiðsli eða veikindi.

Byggjum á sterkum grunni
Davíð Snorri tók við landsliðinu þegar liðið var komið inn á mótið þar sem Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku við A-landsliðinu.

Davíð var spurður að því hvort hann kæmi með einhverjar nýjar hugmyndir inn í hópinn.

„Við byggjum á sama grunni," sagði Davíð. „En ég get ekki verið einhver annar en ég er. Ég mun í rauninni vinna hvernig ég er vanur að vinna. Eftir að hafa talað við hópinn hefur það rímað mjög svipað við það sem er búið að vera að gera. Við erum að vinna saman þjálfararnir og það er ákveðin samvinna á milli landsliða. Ég mun koma með mitt inn í þetta en við byggjum á sterkum grunni."

„Við erum á lokametrunum með þetta lið. Það verða klárlega kynslóðaskipti í þessu liði því leikmenn ganga upp úr því. Við erum á lokametrunum og viljum kreista allt út úr þessu. Ég kem klárlega inn í þetta með mitt."
Athugasemdir
banner
banner
banner