Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 18. mars 2023 18:47
Brynjar Ingi Erluson
Conte hraunar yfir liðið - „Sé bara mikið af eigingjörnum leikmönnum"
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Tottenham, kastar leikmönnum sínum fyrir rútuna eftir 3-3 jafnteflið gegn Southampton, en hann segir að stuðningsfólk félagsins eigi betra skilið en að horfa á þetta lið.

Þessi úrslit Tottenham gera ekki mikið fyrir liðið. Það er vissulega áfram í 4. sæti með 49 stig en bæði Newcastle og Liverpool eiga tvo leiki inni og geta gert baráttuna spennandi.

Enskir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um Conte síðustu daga og hvort hann sé hreinlega búinn að missa klefann og það virðist vera þannig.

Conte var þá ekkert að spara gagnrýnina á frammistöðu leikmanna en hann segir þá eigingjarna og áhugalausa.

„Þegar við spilum leiki getur allt gerst og vanalega sýnir liðið mitt mikinn stöðugleika og er ekki í sveiflu. Ef ég að bera þetta tímabil við síðasta þá erum við að tapa vinnu sem við gerðum á síðasta tímabili,“ sagði Conte.

„Ég vil ekki tala um taktíkina. Ég er að tala um andann og hjartað sem við mætum með á völlinn. Við erum að tapa þessum eiginleikum. Ef þú ert ekki með þessa eiginleika þá ertu að fara að tapa gegn þessum liðum. Eins og með Sheffield United í enska bikarnum með yngri leikmenn. Við vorum að vinna 3-1 en samt gátum við fundið að það gæti hvað sem er gerst og við vorum hræddir. Ég er ekki hrifinn af því sem ég hef séð í síðustu leikjum og er alls ekki vanur að sjá þetta. Ég sé ekki lið, heldur mikið af eigingjörnum leikmönnum.

„Þessi pirringur er ekki bara útaf því sem gerðist í dag. Það er rétt að segja sannleikann og hafa augun opin. Sannleikurinn er sá að við verðum að gefa stuðningsfólkinu ánægju og við erum ekki að því. Við verðum allir að taka ábyrgð. Þetta hefur gerst með aðra þjálfara og kannski ef leikmennirnir fara að taka ábyrgð þá er þetta rétta augnablikið, annars komumst við ekki í Evrópukeppni.“

„Miðað við það sem ég sé þá er tilgangslaust að tala um Meistaradeildina því í augnablikinu erum við ekki lið. Við erum ekki með anda og það er ekkert hjarta á vellinum. Leikmenn berjast ekki fyrir merkið eða tilvist sínni. Ef við erum ekki með þetta þá munum við enda tímabilið illa. Það var augljóst vandamál í dag en það er komið nóg af slæmum úrslitum. Stuðningsfólkið á mun betra skilið en þetta lið,“
sagði Conte.
Athugasemdir
banner
banner
banner