Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 18. mars 2023 18:24
Brynjar Ingi Erluson
Íslendingalið Kristianstad úr leik í bikarnum - Sara Björk á bekknum í sigri
Elísabet og stöllur hennar í Kristianstad eru úr leik
Elísabet og stöllur hennar í Kristianstad eru úr leik
Mynd: Guðmundur Svansson
Glódís Perla var í liði Bayern
Glódís Perla var í liði Bayern
Mynd: Getty Images
Elísabet Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Kristianstad eru úr leik í sænska bikarnum eftir að liðið tapaði fyrir Häcken, 2-1, í undanúrslitum í dag.

Emelía Óskarsdóttir var í banni í dag eftir að hafa fengið rauða spjaldið í síðasta leik og því ekki í hóp.

Hlín Eiríksdóttir var hins vegar í byrjunarliðinu á meðan Amanda Andradóttir byrjaði á bekknum.

Kristianstad komst yfir á 26. mínútu og fékk tækifærið til að koma sér í þægilega stöðu inn í hálfleikinn er liðið fékk víti en Jordan Brewster brenndi af.

Häcken kom til baka í þeim síðari og skoraði tvö mörk. Amanda kom inná undir lok leiks hjá Kristianstad sem er úr leik í sænska bikarnum þetta árið.

Sara Björk hafði betur gegn Guðnýju

Sara Björk Gunnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Juventus sem vann AC Milan, 2-0, í meistarariðli ítölsku deildarinnar.

Guðný Árnadóttir spilaði allan leikinn í vörn Milan. Juventus er í öðru sæti meistarariðilsins með 43 stig en Milan í 4. sæti með 34 stig.

Glódís Perla Viggósdóttir var í vörn Bayern München sem vann Köln, 5-0, í þýsku úrvalsdeildinni. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inná á 54. mínútu. Bayern er með 40 stig í öðru sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner