Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 18. mars 2023 13:00
Aksentije Milisic
Spænskir miðlar segja Real hafa áhuga á Lukaku
Mynd: EPA

Á dögunum tilkynnti Giuseppe Moratta, framkvæmdastjóri Inter, það að Romelu Lukaku yrði ekki áfram hjá félaginu. Belginn er á láni frá Chelsea en Inter mun ekki kaupa hann að lánssamningi loknum.


Lukaku hefur ekki spilað vel í vetur og þess á milli hefur hann verið meiddur. Hann var frábær fyrir Inter á árunum 2019-2021 en á þessu tímabili hefur ekki gengið vel. Hann mun að öllum líkindum snúa aftur til Chelsea.

Spænskir fjölmiðlar halda því fram að Real Madrid sé að skoða þann möguleika að fá þennan 29 ára gamla Belga en Lukaku hefur misst af 18 leikjum á tímabilinu hjá Inter. Þá hefur hann einungis skorað þrjú deildarmörk.

Fichajes segir að Real vilji fá Lukaku til að styðja við Karim Benzema í sóknarlínunni og þá er þjálfari liðsins, Carlo Ancelotti, mikill aðdáandi leikmannsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner