Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   þri 18. mars 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Væntir þess að nýi fyrirliðinn styrki liðið verulega í sumar
Rúnar Már í leik með ÍA í fyrra.
Rúnar Már í leik með ÍA í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn verður 35 ára í sumar. Hann á að baki 32 landsleiki. Hann er uppalinn hjá Tindastóli og lék með Ými, HK og Val áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Eftir rúman áratug í atvinnumennsku sneri Rúnar heim fyrir síðasta tímabil.
Miðjumaðurinn verður 35 ára í sumar. Hann á að baki 32 landsleiki. Hann er uppalinn hjá Tindastóli og lék með Ými, HK og Val áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Eftir rúman áratug í atvinnumennsku sneri Rúnar heim fyrir síðasta tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í Íslandsmót og það fór kannski framhjá einhverjum í fyrra að fyrrum landsliðsmaður var að spila í deildinni á síðasta tímabili. Rúnar Már Sigurjónsson samdi við ÍA síðasta vetur en var að snúa til baka eftir meiðsli og náði ekki að sýna sitt allra besta.

Hann hefur hins vegar verið mjög öflugur á undirbúningstímabilinu og er hann orðinn fyrirliði Skagamanna. Fótbolti.net ræddi við Jón Þór Hauksson í gær og var hann spurður út í Rúnar.

Hvernig lítur Rúnar út núna tæpum þremur vikum fyrir mót?

„Hann lítur frábærlega út, búinn að æfa vel í vetur og hefur nánast náð að taka allar æfingar með liðinu eftir áramót. Það hefur gengið mjög vel hjá honum í hans endurhæfingu. Hann er á betri stað heldur en fyrir mótið í fyrra, er fyrr á ferðinni núna. Þetta voru tvær stórar aðgerðir á stuttum tíma og hann kominn á þennan aldur. Hann er í gríðarlega góðu formi, búinn að leggja hart að sér. Ég á ekki von á öðru en að hann styrki okkar lið verulega í sumar og við gerum miklar væntingar til þess," sagði Jón Þór.

Framundan hjá ÍA eru tveir æfingaleikir fram að móti, fyrst mætir liðið HK á útivelli og svo ÍR á heimavelli.

„Nú er bara lokasmurningin eftir, við höfum æft gríðarlega vel í vetur og margt hefur gengið virkilega vel hjá okkur. Ég er gríðarlega ánægður með hópinn, erum komnir úr frábærri æfingaferð frá Tenerife sem þétti enn frekar hópinn hjá okkur. Við byggjum áfram á öflugri liðsheild og samheldnum hópi. Við erum að verða klárir í slaginn," sagði þjálfarinn við Fótbolta.net í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner