Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   sun 18. apríl 2021 08:30
Magnús Már Einarsson
Tímabilið búið hjá Óttari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Magnús Karlsson kemur ekki meira við sögu með Venezia í Serie B á þessu tímabil.

Óttar braut fimmta metatarsal beinið og verðu frá keppni næstu átta vikurnar.

Hinn 24 ára gamli Óttar missir því af síðustu leikjum Venezia en hann verður klár ​í slaginn fyrir undirbúningstímabilið fyrir næsta tímabil.

Venezia á fjóra leiki eftir í Serie B en eftir það fer liðið líklega í umspil um að komast upp í Serie A. Venezia er í 5. sæti í Serie B í dag.

Venezia keypti Óttar frá Víkingi síðastliðið sumar en meiðsli hafa sett strik í reikninginn í vetur og hann hefur samtals komið við sögu í sjö leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner