Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. júní 2022 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
ÍBV á botninum en ætti að vera um miðja deild
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan er í tíunda sæti miðað við þessa tilteknu tölfræði.
Stjarnan er í tíunda sæti miðað við þessa tilteknu tölfræði.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Núna eru flest liðin í Bestu deild karla búin að spila níu leiki, en Keflavík og Víkingur hafa spilað tíu leiki. Breiðablik er á toppnum með fimm stiga forskot á Víkinga sem eru í öðru sæti deildarinnar.

Á hinum enda töflunnar eru nýliðar ÍBV með aðeins þrjú stig. Það er óhætt að segja að lukkan hafi ekki verið með Vestmannaeyingum í liði því þeir ættu að að vera með mun fleiri stig miðað við tölfræðina.

Ef rýnt er í tölfræðina ‘expected points’ þá ætti ÍBV að vera með rúmlega 13 stig og í sjötta sæti deildarinnar.

‘Expected points’ er sem sagt tölfræði sem mælir líkurnar á því að lið vinni leik miðað við möguleikana sem liðið skapaði og fékk á sig (xG) í þeim tiltekna leik. Þessi tölfræði gefur yfirleitt góða vísbendingu um það hversu mörg stig lið eiga skilið að vera með miðað við frammistöðu.

Í síðasta leik gegn Víkingum endaði ÍBV með 3,49 í xG, en það eru væntanleg mörk miðað við færi sköpuð. Víkingar voru með 1,28 í xG í þeim leik, en lokatölur voru samt 0-3. Færanýting ÍBV alls ekki góð og um það snýst fótboltinn, að koma boltanum í netið. Frammistaða skiptir ekki alltaf mestu máli.

ÍBV er að skapa sér góð færi og oft betri færi en andstæðingurinn, en liðið er ekki að nýta sér það.

Leiknir er í næst neðsta sæti deildarinnar en á að vera með mun fleiri stig á þessum tímapunkti miðað við frammistöðu.

Það vekur athygli að Stjarnan, sem er í þriðja sæti, ætti að vera með mun færri stig miðað við frammistöðu í sumar.

Hér fyrir neðan má sjá töfluna miðað við 'expected points' en öll liðin í deildinni hafa spilað níu leiki nema Víkingur og Keflavík sem hafa spilað tíu leiki.

Expected points í Bestu deildinni:
1. Breiðablik, 18 stig
2. Víkingur R., 17,2 stig
3. Valur, 14,9 stig
4. KA, 14,8 stig
5. FH, 13,3 stig
6. ÍBV, 13,1 stig
7. KR, 12,4 stig
8. Keflavík, 11,7 stig
9. Leiknir R., 11 stig
10. Stjarnan, 10,4 stig
11. Fram, 8,6 stig
12. ÍA, 8,3 stig

Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig taflan er í raun og veru.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner