Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   þri 18. júní 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Savage tekur við sem stjóri hjá félagi sem hann á hlut í
Robbie Savage.
Robbie Savage.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sobbie Savage hefur tekið að sér stjórastarfið hjá Macclesfield. Hann var yfirmaður fótboltamála hjá félaginu og einnig hluthafi.

Hann segist hafa tekið þá ákvörðun að taka við sem stjóri liðsins eftir að önnur félög sýndu áhuga á að ráða sig.

Savage er fyrrum landsliðsmaður Wales og verður Emile Heskey, fyrrum liðsfélagi hans hjá Leicester, í þjálfarateyminu hans.

Macclesfield er í ensku utandeildinni, sjöundu efstu deild.

Þetta er fyrsta starf Savage sem stjóri en hann er þriðji stærsti hluthafinn í félaginu, með 18,7%.

Stjórn félagsins sá fram á að afskipti hans af félaginu myndu minnka ef hann færi að starfa hjá öðru félagi. Hún hafi ekki viljað sjá það gerast og ákvað gefa honum tækifærið.

Savage hefur starfað sem sparkspekingur í sjónvarpi og er ekki vitað hvort þetta hafi áhrif á hans störf þar. Sem leikmaður lék hann meðal annars með Leicester, Birmingham, Blackburn og Derby.
Athugasemdir
banner
banner