Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 18. júlí 2024 13:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sameiginleg niðurstaða að Vieira stígi frá borði
Mynd: EPA
Patrick Vieira og franska félagið Strasbourg hafa náð samkomulagi um starfslok og mun Vieira ekki stýra liðinu áfram.

Vieira, sem er goðsögn hjá Arsenal, tók við Strasbourg síðasta sumar og gerði þriggja ára samning.

Franska félagið leitar nú að nýjum stjóra en Vieira er sagður mögulegur kostur í landsliðsþjálfarastarfið hjá Bandaríkjunum.

Vieira þekkir til í Bandaríkjunum því hann var á sínum tíma þjálfari New York City.

Nýr þjálfari Strasbourg á að leggja meira upp úr því að liðið haldi í boltann, en það er sú leið sem ráðamenn vilja fara. Liðið endaði í 13. sæti frönsku deildarinnar í vetur.
Athugasemdir
banner
banner