Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. ágúst 2022 12:15
Innkastið
Gummi Magg útskýrir ummælin - Sum nöfn meira í umræðunni en önnur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég á ekki breik í markakónginn, það er búið að ákveða hverjir verða þar þannig mér er alveg sama. Þeir vita sem vita sem að tala um fótbolta að maður á ekki séns í það þannig bara áfram gakk," sagði Guðmundur Magnússon, framherji Fram, í viðtali við Fótbolta.net eftir sigur liðsins gegn Leikni á mánudagskvöld.

Guðmundur er ásamt Ísaki Snæ Þorvaldssyni næstmarkahæstur í deildinni með tólf mörk. Nökkvi Þeyr Þórisson er markahæstur með þrettán mörk.

Rætt var um þessi ummæli í Innkastinu sem tekið var upp eftir síðustu umferð.

Sæbjörn Steinke las upp þessi ummæli Guðmundar í þættinum. „Ég veit ekki hvað hann á við," sagði Sæbjörn.

„Var hann að ruglast á markahæstum og bestum? Hann stýrir þessu, það er ekki búið að ákveða neitt. Mig svimar," sagði Tómas Þór sem óskaði eftir símtali í Guðmund.

Hann fékk ósk sín uppfyllta í dag þegar Fótbolti.net heyrði hljóðið í Guðmundi.

„Þetta er bara þannig að sum nöfn eru meira í umræðunni heldur en önnur. Þetta var bara smá 'banter'," sagði Guðmundur léttur.

„Nei, alls ekki mér finnst ég ekkert vera fara algjörlega undir radarinn. Það er alveg umtal um mig þó að það sé talað meira um að þeir (Ísak og Nökkvi) geti endað ofar í baráttunni um markakónginn eða slegið markametið. Þetta er ekkert meira en það. Maður þarf að hafa gaman af þessu líka," sagði Guðmundur.

Hann er að eiga sitt langbesta tímabil í efstu deild á ferlinum. Einungis einu sinni hefur hann skorað fleiri mörk á einni leiktíð og var það með Fram í 1. deild tímabilið 2018. Þá skoraði hann átján mörk í deildinni og fjögur mörk í bikarnum. Guðmundur skoraði eitt í bikarnum í ár og vantar því níu mörk í síðustu tíu deildarleikjunum til að jafna sitt persónulega besta sumar hvað markafjölda varðar.
Gummi Magg um markakónginn: Ég á ekki breik, það er búið að ákveða það
Innkastið - Hnífjafn toppslagur og ójafnt stríð
Athugasemdir
banner
banner