Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. ágúst 2022 17:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur mætir írsku meisturunum í úrslitaleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú rétt í þessu var að ljúka leik Pomurje og Shelbourne í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Liðin spiluðu um að komast í úrslitaleik gegn Íslandsmeisturunum í Val um sæti í 2. umferð keppninnar.

Shelbourne, sem er írskur meistari, hafði betur með einu marki gegn engu. Sigurmarkið kom strax á fjórðu mínútu en á annarri mínútu hafði vítaspyrna farið forgörðum hjá írska liðinu. Það var Heather O'Reilly sem skoraði sigurmarkið.

Miðað við tölfræðina í leiknum var hann ansi jafn en slóvensku meistararnir í Pomerje voru þó meira með boltann og áttu fleiri tilraunir en írska liðið. Níu skot slóvenska liðsins rötuðu á markrammann og markvörður írska liðsins varði þau öll.

Leikur Shelbourne og Vals fer fram í Slóveníu á sunnudag og sigurliðið fer sem fyrr segir í 2. umferð forkeppninnar.

Valur tryggði sér í úrslitaleikinn með 2-0 sigri á armenska liðinu Hayasa fyrr í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner