Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 18. september 2022 21:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Real Madrid hafði betur í grannaslagnum
Mynd: EPA

Atletico Madrid 1-2 Real Madrid
0-1 Rodrygo ('18 )
0-2 Federico Valverde ('36 )
1-2 Mario Hermosa ('83 )


Atletico Madrid og Real Madrid mættust í grannaslag í spænsku deildinni í dag.

Atletico byrjaði leikinn betur en náði ekki að nýta færin en Rodrygo refsaði fyrir það og kom Real yfir eftir 18 mínútna leik. Akkúrat 18 mínútum síðar var staðan orðin 2-0.

Vinicius átti frábæran sprett sem endaði með skoti í stöngina en boltinn barst svo út til Valverde sem skoraði í opið markið.

Síðari hálfleikurinn var ansi rólegur en Mario Hermosa minnkaði muninn fyrir Atletico þegar hann setti öxlina í boltann eftir hornspyrnu.

Hermosa var síðan rekinn útaf með rautt spjald í uppbótartíma en hann fékk tvö gul með stuttu millibili.

Önnur úrslit dagsins og staðan í deildinni hér fyrir neðan:

Betis 2 - 1 Girona

Osasuna 0 - 2 Getafe

Real Sociedad 2 - 1 Espanyol

Villarreal 1 - 1 Sevilla


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner
banner