Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 18. október 2020 06:00
Victor Pálsson
Þorsteinn Aron spilaði sinn fyrsta leik í Fulham
Þorsteinn hér til vinstri.
Þorsteinn hér til vinstri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Þorsteinn Aron Antonsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir U18 lið Fulham í gær sem spilaði gegn West Brom.

Þorsteinn er afar efnilegur leikmaður en hann á að baki aðalliðsleiki fyrir Selfoss og spilaði alls 17 leiki á þessu ári með félaginu.

Þorsteinn skrifaði undir samning við Fulham í byrjun september og var nú að þreyta frumraun sína fyrir félagið.

Um er að ræða aðeins 16 ára gamlan leikmann en hann lék 14 leiki fyrir Selfoss í 2.deildinni áður en hann hélt út.

Það er ánægjulegt að greina frá því að fyrsti leikur Þorsteins endaði vel en Fulham hafði betur sannfærandi 4-1.

Þorsteinn var í byrjunarliði liðsins og þótti standa sig með prýði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner