Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   lau 18. nóvember 2023 14:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gregg vildi halda Kidda en æfingatíminn hentaði honum ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gregg Ryder, nýr þjálfari KR, var gestur Hjörvars Hafliðasonar í nýjasta hlaðvarpsþætti Dr. Football.


Tveir reynslumiklir leikmenn yfirgáfu liðið um það leyti sem Gregg var ráðinn en það eru þeir Kennie Chopart og Kristinn Jónsson en samningar þeirra runnu út eftir tímabilið.

Gregg segir að Chopart hafi viljað nýja áskorun og hafi gert upp hug sinn áður en Gregg tók við. Hann ræddi hins vegar við Kristinn en æfingatími KR hentaði honum ekki.

„Kiddi var sá fyrsti sem ég ræddi við því ég vissi að hann væri samningslaus. Ég vildi halda honum en það gekk ekki upp vegna þess að það eru æfingar klukkan 12. Hann er í góðri vinnu og það var mjög erfitt fyrir hann að breyta því," sagði Gregg.


Athugasemdir
banner
banner