Frakkland U19 1 - 0 Ísland U19
1-0 Eli Junior Kroupi ('89)
1-0 Eli Junior Kroupi ('89)
Strákarnir okkar í U19 landsliði karla voru að ljúka leik gegn Frakklandi í 2. umferð í undankeppni U19 ára landsliða fyrir EM á næsta ári.
Leiknum lauk með 1-0 sigri Frakka og geta íslensku strákarnir verið svekktir með að hafa ekki náð stigi úr þessum leik eftir flotta frammistöðu.
Staðan var markalaus allt þar til á 89. mínútu, þegar sóknartengiliðurinn Eli Junior Kroupi skoraði. Kroupi kom inn af bekknum á 65. mínútu, en hér er á ferð leikmaður Lorient í efstu deild í heimalandinu - þar sem hann er kominn með 3 mörk og 2 stoðsendingar á upphafi deildartímabilsins.
Þetta er sárt tap fyrir Ísland sem er með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar og þarf stórsigur í lokaumferðinni gegn Eistlandi til að eiga möguleika á að komast á EM. Tvær þjóðir fara upp úr riðlinum og liðið með besta árangurinn af öllum sem enda í 3. sæti fær einnig þátttökurétt. Það eru 13 riðlar og því hörð samkeppni um besta árangurinn í þriðja sæti.
Danmörk vann 4-0 gegn Eistlandi.
Athugasemdir