Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 19. mars 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Guðlaugur Victor kom að marki í tapi - Dagur Dan fór af velli í hálfleik
Guðlaugur Victor Pálsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Mynd: Getty Images
Róbert Orri Þorkelsson spilaði í fyrsta sigri Montreal
Róbert Orri Þorkelsson spilaði í fyrsta sigri Montreal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson kom að marki í 3-2 tapi D.C. United gegn New York City í MLS-deildinni í nótt.

Fjölnismaðurinn hefur byrjað á bekknum í síðustu tveimur leikjum en hann kom ekkert við sögu í síðasta leik.

Hann fékk tækifærið af bekknum í nótt en en hann kom inná í hálfleik og byrjaði hann á því að koma að marki Christian Benteke strax í upphafi hálfleiksins.

Guðlaugur Victor átti sendingu út á vinstri vænginn og þaðan kom fyrirgjöfin inn á Benteke sem stangaði boltann í netið.

D.C. United tapaði þó leiknum, 3-2, en liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu fjórum í deildinni.

Dagur Dan Þórhallsson var í byrjunarliði Orlando City sem tapaði fyrir Charlotte, 2-1. Dagur fór af velli í hálfleik en Orlando, eins og D.C. United, er aðeins með einn sigur í deildinni úr fimm leikjum.

Róbert Orri Þorkelsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Montreal í MLS-deildinni á þessu tímabili er hann kom inná á 80. mínútu í 3-2 sigri á Philadelphia Union. Þetta var fyrsti sigur Montreal á leiktíðinni.

Þorleifur Úlfarsson sat allan tímann á bekknum hjá Houston Dynamo sem vann 2-0 sigur á Austin. Þetta var einnig fyrsti sigur Houston.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner